Basknesk-íslensk orðasöfn

Varðveist hafa slitur af fjórum orðasöfnum sem bera vitni um samskipti Baska og Íslendinga.

Í Árnastofnun eru til í handritum tvö basknesk-íslensk orðasöfn frá 17. öld sem talið er að hafi verið sett saman á Vestfjörðum. Annað er 519 orð að lengd en í hinu eru 228 orð. Að auki eru til slitróttar glósur, 11 orð, úr hinu þriðja. Það virðist sem orðasöfnin hafi verið sett saman sitt í hvoru lagi því ekki eru öll orðin þau sömu. Ekki er vitað hverjir höfundarnir voru en oftast hafa verið nefnd nöfn Jóns Guðmundssonar lærða og Jóns Ólafssonar Indíafara í því sambandi. Baskneska er fyrsta erlenda tungumálið, svo vitað sé, sem Íslendingar hafa tekið saman orðasöfn um. Það bendir til að Íslendingum hefur þótt fýsilegt að hafa samskipti við Baska og að samskiptin hafi ekki alltaf verið slæm. Tilefni orðasafnanna virðist hafa verið verslun en þau samanstanda af töluorðum, stökum orðum yfir það sem Íslendingum hefur þótt gott að hafa þýðingu á s.s. orðum yfir verslunarvörur s.s. brauð, vín, peysa og stuttum orðasamböndum, t.d. ongi etorri, xapel gorri sem merkir velkominn rauði hattur.59

Á Houghton bókasafninu í Harvard, BNA, finnast íslensk handrit, þar á meðal er er eitt sem nefnist ,,Nockrar latjnu glosur” Hér virðist vera um að ræða baskneskt-íslenskt orðasafn með 68 orðum. Talið er að þetta handrit sé frá um aldamótin 1800 en augljóst er að ritarinn hafði engan skilning á hvað hann var að skrifa upp, væntanlega eftir öðru handriti.60

Vocabula Biscaica í uppskrift Jóns Ólafssonar úr Grunnavík
MS Icelandic 3. Houghton Library, Harvard University
Landsbókasafni Íslands með hendi Sveinbjarnar Egilssonar