Vefsíðan
Haustið 1615 átti sá atburður sér stað norður í Ísafjarðarsýslu að Íslendingar tóku af lífi skipbrota hvalveiðimenn. Þessi atburður er oftast kallaður Spánverjavígin. Hér var þó ekki um Spánverja að ræða, heldur Baska sem komu frá Norður Spáni. Vefsíðunni er ætlað að varpa örlitlu ljósi á Baska, hvaðan þeir komu, sögu þeirra, hvað þeir aðhöfðust og hvers vegna þeir mættu slíkum örlögum á Íslandi.
Vefurinn er hannaður þannig að hann á að opnast auðveldlega, með sömu framsetningu og hraða í símum, tölvum og spjaldtölvum.
Vefsíðan er hluti af M.A. lokaverkefni í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands sem Sigrún Antonsdóttir gerði árið 2015. Partur af því sama verkefni eru sýningarspjöld sem einnig má finna undir flipanum Sýning og að auki voru fluttir tveir fyrirlestrar um efnið. Annar þeirra var haldinn á ensku á ráðstefnu sem haldin var í Reykjavík í apríl, en hinn fyrirlesturinn var fluttur á málþingi í Donostia/San Sebastian í júlí á spænsku.
Greinagerð um verkefnið má ná í á slóðinni http://hdl.handle.net/1946/22770
Athugasemdir og spurningar er hægt að senda á: 1615 (hjá) vefur.net