Kvikmyndir


Baskavígin. La matanza de los balleneros vascos
Old port films er með í vinnslu baskneska heimildamynd um Spánverjavígin. Búið er að taka upp nokkur viðtöl við Selmu Huxley, Michael Barkham, Xabier Irujo, Violu Miglio, Ragnar Edvardsson, Sigurð Sigursveinsson, Magnús Rafnsson og Tapio Koivukari. Tökur voru í kringum málþingið á Þjóðarbókhlöðunni og minningarathöfnina á Hólmavík í apríl 2015. Tökuliðið ráðgerði að koma aftur til landsins til að taka upp leikin atriði. Myndin er byggð á skrifum Jóns lærða Guðmundssonar. Framleiðandi er Katixa de Silva, handritið er eftir Aner Echevarría og leikstjóri er Aitor Aspe.
https://www.facebook.com/baskavigin/info?tab=page_info

Euskal balezaleen triskantza
Basknesk heimildamynd í vinnslu um Spánverjavígin. Tökuliðið notaðist meðal annars við dróna til að taka loftmyndir af Strákatanga, kafaði á nokkrum stöðum á Vestfjörðum og fór langar leiðir að sögustöðunum þar sem atburðirnir áttu sér stað. Búið er að taka upp viðtöl á bæði Íslandi og í Baskalandi, en aðal áherslan er á söguna og fornleifafræði, einkum neðansjávarfornleifafræði. Tökur fóru fram á Íslandi í byrjun september 2015. https://www.facebook.com/balezaleak