Fornminjar
Baskaland
Atalaya del ballenero/peña del ballenero/mirall
Austan við Donostia/San Sebastian er fjallið Monte Ulía. Þar efst er stór steinn sem notaður var frá 10. öld til að skima eftir hvölum sem komu nærri ströndinni. Þegar að vaktmaðurinn sá hvalablástur sendi hann merki, kveikti í bálkesti til að láta hvalveiðimennina í höfninni vita. Síðasti hvalurinn var veiddur á þessum slóðum árið 1901 í Orio.
Nú er mun meira af trjám í kringum klettinn en þegar hann var í notkun sem útsýnisstaður.
Rétt hjá klettinum er hús sem hýsir litla náttúrufræðisýningu um svæðið. Þar er fjallað stuttlega um klettinn og hlutverk hans.
Ísland
Talið er að minjar eftir baskneska hvalveiðimenn gæti einnig verið að finna á Strákey og Kóngsey sem eru nokkuð norðar.
Áfangaskýrslur um rannsóknina hafa verið gefnar út sem eru áhugaverðar fyrir forvitna, þær má sjá á slóðunum:
http://nave.is/utgefid_efni/skra/27/http://nave.is/utgefid_efni/skra/76/
http://nave.is/utgefid_efni/skra/63/
http://nave.is/utgefid_efni/skra/47/