Farandsýning

Á minningarári Spánverjavíganna árið 1615 hefur Baskavinafélagið á Íslandi látið útbúa farandsýningu á 8 veggspjöldum sem endursegja sögu Spánverjavíganna á fjórum tungumálum.

Textann skrifaði Sigrún Antonsdóttur undir leiðsögn Ólafs J. Engilsbertssonar og Más Jónssonar.
Viola Miglio þýddi textann yfir á ensku, Úa Hólmfríður Matthíasdóttir á spænsku og þýðingarfyrirtækið Maramara Taldea þýddi yfir á basknesku en Irene Larraza Aizpurua fór yfir það.
Textinn var skrifaður við myndir sem baskneski teiknarinn Guillermo Zubiaga gerði eftir hugmyndum Ólafs J. Engilbertssonar, Tapio Koivukari og Magnúsar Rafnssonar.
Úlfur Kolka hannaði spjöldin.

Farandsýningin um Spánverjavígin hefur hingað til verið sett upp í sædýrasafninu/Aquarium í Donostia/San Sebastian í Baskalandi og á Íslandi hefur hún verið til sýnis í Þróunarsetrinu á Hólmavík, Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði, Dalbæ Snæfjallaströnd á vegum Snjáfjallaseturs og Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
Sýningin á Ísafirði var opnuð af Jónasi Guðmundssyni sýslumanni og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söng íslensk og basknesk þjóðlög við gítarundirleik Francisco Javier Jáuregui Narváez.

Sýningin verður til sýnis frá 22. september á Þjóðarbókhlöðunni í Reykjavík.
Ætlunin er þó að hún verði til sýnis á fleiri söfnum í Baskalandi árið 2016.